Íslendingar, sýnið meiri kurteisi!

Við fengum þessa grein senda frá ungri stúlku, Ásdísi Guðný Pétursdóttir en hér ræðir hún um almenna kurteisi:

 

“Það er eitt sem ég er búin að vera að hugsa undanfarið og ég mun örugglega ekki hætta að hugsa um það fyrr en ég kem því frá mér. Þegar ég kom til Bandaríkjana fyrst núna í september fékk ég svo mikið menningarsjokk. Allir sögðu ” Hæ hvernig hefuru það?” Og allir heilsuðu öllum án þess að þekkja manneskjuna nokkuð! Þú fékkst hrós hvar sem er, og ég var alltaf full af egói því það var alltaf einhver að minna mig á einhvað gott við sjálfa mig.

Svo kem ég heim núna um miðjan desember og þá fékk ég aftur menningarsjokk í mínu eigin landi. Engin sagði hæ,þó þú hafir nokkrum sinnum séð manneskjuna, það er helst litið undan til þess að segja ekki hæ! Ég man bara á flugvellinum í Washington sé ég kunnulega konu sem er frá Akranesi, og ég bara “Vá! hversu fyndið, tveir skagamenn á risa stórum flugvelli í Washington..kannski ég heilsi henni!” Og ég reyndi að vinka og brosa en alltaf snéri sér þessi kona við. Þar til á endanum gafst ég upp og langaði helst til að gefa henni puttann. Ég kem heim og ég er kurteis,hleypi öllum framúr mér og biðst afsökunnar á öllu..en engin segir orð til baka. Varla takk! Til dæmis í gær sé ég konu í Bónus á Akranesi, komin á ágætis aldur og ég sé að hún heldur á tveimur möndlu pokum og stendur fyrir aftan mig og mömmu mína sem er með stút fulla kerru af mat. Fyrst óvart rekst ég í hana og biðst innilega afsökunnar og eina sem ég heyrði frá henni er ” Mrph..” Svo segi ég við hana ” Er þetta það eina sem þú ert með?” Og hún játar og ég hleypi henni samstundis frammúr þótt afgreiðslumaðurinn væri byrjaður að skanna vörurnar hennar mömmu, mamma biður hann um að stroka allt út því sú eldri mátti vera undan.

Þegar konan var búin að fá þjónustu byrjar hún að strunsa út þegar ég segi við hana ” Verði þér að góðu!” Og þá rankar hún við sér LOKSINS og segir ” Takk kærlega vinan” . Erum við svona ógeðslega fúl? Afhverju getum við ekki sagt hæ við manneskjuna sem við vorum með í grunnskóla eða leikskóla eða kysstir óvart á djamminu? Það er ekkert til að skammast sín fyrir! Við erum pínku lítil þjóð og svo er sagt að við séum öll einhvað “skyld” . Ég yrði ótrúlega fúl ef einhver frænka mín myndi ekki þykjast þekkja mig og örugglega flestir. Allavega eitt af mínum áramótaheitum var það að brosa,segja hæ (ef ég þori,þetta mun taka góða æfingu!) og alltaf, alltaf biðjast afsökunnar ef ég rekst í einhvern í slysni.

image

Mig langaði bara að koma þessu frá mér..búið að pirra mig ótrúlega frá því ég kom heim og ég er viss um að það myndi létta yfir mörgum ef þeir fengju aðeins hlýju frá næsta manni. OG pæliði í því að kannski átti þessi gamla kona ömuuurlegan dag sem ég hafði ekki hugmynd um, og kannski gerði ég daginn hennar ögn betri með því að hafa hleypt henni frammúr og verið kurteis og brosað.

ástarkveðja

Ásdís Guðný Pétursdóttir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here