Ég skellti mér út að borða í gær með vinkonu minni á Tapasbarnum, hafði heyrt góðar sögur af jólamatseðlinum þar og langaði að prufa hann. Ég hef sótt staðinn áður og eytt frábærum kvöldum í suðrænni stemningu sem ríkir á þessum notalega stað.

Síðast þegar ég var þarna var einmitt salsa-stemningin upp á sitt besta og yljaði okkur á meðan að snjóstormur dundi á húsinu fyrir utan.

Það var mjög skemmtileg upplifun að gæða sér á nýstárlegum íslenskum jólamat með spænsku ívafi.

Alls voru þetta sjö smáréttir sem þjónarnir kepptust við að bera fram á borð til okkar. Rauðrófu-lax sem bráðnaði á tungunni og spennandi spænsk maríneruð síld með kóríander og mangó stóðu upp úr að mínu mati. Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu, tvíreykt hangikjötstartar og steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús runnu lauflétt niður líka. Þetta var alveg geggjað gott og skemmtilega samsett!

1485978_514814248616408_32579742_o

Bragðlaukarnir gersamlega trylltust svo í lokin þegar eftirrétturinn var borinn fram.

Þegar hér var komið við sögu vorum við eiginlega sprungnar en á einhvern undraverðan hátt tókst okkur að koma  niður einhverri bestu franskri súkkulaðiköku sem sögur fara af og gómsætt rise a la mande með berjasaft sem kláraðist fljótt og vel.

Tíminn flaug frá okkur og áður en við vissum af höfðum við setið í nærri þrjá klukkutíma og skemmt okkur konunglega. Það er sannkölluð upplifun að fara út að borða á Tapasbarnum, góð þjónusta, ljúft viðmót og óborganleg stemning ríkir þarna inni.

Við vinkonurnar rúlluðum saddar og sáttar heim!

Það er um að gera að panta sér borð á Tapasbarnum fyrir jólin og skella sér í ljúffengan jólamatseðil, sem má skoðan nánar með því að smella hér.

SHARE