Ísskápskökur
115g. Smjör
1tsk.vanilla
2/3 bollar púðursykur
1/3 bolli sykur
1 egg
210g. hveiti
¼ tsk. hjartasalt
¼ tsk. salt
Hrærið vel saman smöri (smjörlíki), vanillu, sykri og eggi. Blandið þurrefnum saman og setjið út í hræruna, blandið vel. Hnoðið á sívalning, ca. 5 cm, í þvermál,setjið í ísskáp og geymið þar til á að baka.
Hitið ofninn í 205⁰ C, skerið sívalninginn í sneiðar (ca. ½ cm. þykkar) og bakið í ca. 8 mín.
Tilbrigði:
a) Bætið 1/3 tsk. af kanel eða múskat út í þurrefnin og fáið nýja tegund af kökum.
b) Bætið ca. 50 g. af bráðnu súkkulaði út í eggja-smjör hræruna og fáið enn aðra tegund.
c) Bætið ½ bolla af rúsínum, söxuðum hnetum eða kókosflögum út í deigið áður en þið mótið það í sívalninginn og enn er kominn ný tegund.
Þessi uppskrift klikkar ekki!