Þessi dásemdar súpa er frá Eldhússögum og er ofsalega góð!

Ítölsk grænmetissúpa (fyrir 4)

  • 1 stór púrrulaukur, skorinn í tvennt eftir endilöngu og svo þunnar sneiðar
  • 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð eða í þunnar sneiðar
  • 1 kúrbítur, skorinn í þunnar ræmur
  • 2 stórar gulrætur, skornar í tvennt eftir endilöngu og svo í þunnar sneiðar
  • 2 tsk ítölsk kryddblanda, t.d timian, oregano og basil
  • 1,5 l grænmetissoð (grænmetiskraftur og vatn)
  • 2 bollar pastaslaufur
  • 1 dós baunir, t.d canellini eða kjúklingabaunir
  • Fersk basilika og steinselja, smátt söxuð (má sleppa)
  • Ólífuolía, salt og pipar

min_IMG_4985

Aðferð: Hitið olíu í potti við meðalháan hita og steikið grænmetið þar til það mýkist aðeins. Kryddið með ítölsku kryddunum, salti og pipar.

min_IMG_4993

Bætið grænmetissoðinu út í.

min_IMG_4994

hleypið suðunni upp og setjið pastað saman við. Látið sjóða í 10-15 mínútur.

min_IMG_4996

Skolið baunirnar í sigti og bætið þeim svo út í.

min_IMG_4998

Sjóðið aðeins áfram og smakkið til með salti og pipar.

min_IMG_5005

Þegar súpan er eins og þið vijlið hafa hana stráið yfir ferskum kryddjurtum og blandið saman við. Berið fram rjúkandi heita.

min_IMG_5010

min_IMG_5022

SHARE