Þessi ótrúlega girnileg frá Gulur,Rauður,Grænn&Salt

Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best

Fyrir 4
Eldunartími 30 mínútur
500 g. nautakjöt
2 rauðlaukar
2 stórar gulrætur
½ rauð paprika
5 hvítlauksrif, pressuð
1 dós (400 g) saxaðir tómatar
140 g tómatpurré
4 tsk rautt pestó
800 ml vatn 4 tsk oregano
2 tsk basil
2 teningar grænmetiskraftur
Pipar

  1. Skerið nautakjötið niður og kryddið með pipar. Látið 1 msk af olíu í pott og léttsteikið kjötið. Takið til hliðar.
  2. Skerið allt grænmetið niður, annaðhvort fínskorið eða gróft eftir smekk hvers og eins, steikið í pottinum þar til það er orðið mjúkt.
  3. Setjið núna öll hráefnin í pottinn og látið malla í um 20 mínútur.
SHARE