James Gandolfini sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum frægu, Sopranos, er látinn 51 árs gamall.
Leikarinn er sagður hafa fengið hjartaáfall á Ítalíu þar sem hann var á leið á kvikmyndahátíð. Leikarinn er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem mafíósinn Tony Sopranos í þáttaröðinni The Sopranos.
James var tilnefndur 6 sinnum á Emmy verðlaununum og vann Emmy verðlaunin þrisvar fyrir leik sinn í The Sopranos.