Jay Z og Beyonce hafa haldið sig alveg frá viðtölum og því að þurfa að svara fyrir það hvort einhver fótur sé fyrir því að Jay Z hafi haldið framhjá Beyonce.

Jay Z tjáir sig þó aðeins um málið í laginu sínu All The Way Up en það er á allra vitorði að Beyonce segir frá framhjáhaldinu á plötunni sinni Lemonade. Hann fer auðvitað í kringum málið og segir ekkert beint en hann segir:

 

You know you made it when the fact

Your marriage made it is worth millions

Lemonade is a popular drink and it still is.

Er hann með þessu að segja að hann hafi alls ekki haldið framhjá. Heimildir herma að Beyonce og Jay séu að taka upp plötu saman þar sem þau munu taka fyrir meint framhjáhald og ætli að setja það eingöngu inn á Tidal.

Uppi eru margar sögur um það að hjónaband Beyonce og Jay sé á brauðfótum, en til þeirra sást í New York í fyrradag þar sem þau leiddust og Beyonce brosti sínu breiðasta.

 

 

SHARE