Jennifer Aniston er komin með nóg

Jennifer Aniston (47) hefur fengið nóg af óléttusögum og útlitsfordæmingum. „Svo það sé á hreinu, er ég ekki ófrísk. Ég er hinsvegar alveg komin með nóg,“ segir Jennifer í For the Record á The Huffington Post. Hún segir líka að það sé alveg misjafnt hvort fólk eigi eða eigi ekki maka, og eins hvort fólk eigi eða eigi ekki börn. Við verðum að ákveða það sjálf hvað okkur finnst fallegt þegar kemur að líkama okkar.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum, koma reglulega upp þær sögur að Jennifer sé ófrísk og teknar eru myndir af henni þar sem það þykir augljóst að hún sé komin með óléttubumbu. Hún var í fríi á Bahamas og var á sundfötunum. Talsmaður hennar sagði: „Það sem þið sjáið á þessari mynd er bara Jennifer búin að fá sér veglegan hádegisverð og vera í öryggi í sínu nánasra umhverfi.“

„Á seinasta mánuði hefur það orð ljóst fyrir mér hvernig við skilgreinum konur á grundvelli hjúskaparstöðu þeirra og hvort hún eigi barn eða ekki. Það, hversu miklum tíma og peningum hefur verið eytt í það eitt að komast að því hvort ég sé ólétt eða ekki (í milljónasta skipti), segir manni að sú hugmynd sé ríkjandi að kona sé ófullgerð, misheppnuð og óhamingjusöm ef hún er ekki gift með börn,“ sagði Jennifer.

 

 

SHARE