Johnny Depp byrjaður aftur með kærustunni – Fóru út að borða með Bruce Willis

Leikarinn flotti Johnny Depp er montinn af  kærustu sinni, Amber Heard. Þau sáust fara út að borða saman í London á dögunum ásamt leikaranum Bruce Willis.

Kærustuparið leiddist og þykir það augljóst að parið er byrjað aftur saman en þau hættu saman í janúar á þessu ári.

Parið hittist fyrst fyrir tveimur árum síðan við tökur á myndinni The Rum Diary en eins og flestir vita skildi leikarinn við eiginkonu sína Vanessa Paradis eftir 14 ára hjónaband, á síðasta ári. Johnny Depp er alltaf jafn glæsilegur og gefur kærustu sinni ekkert eftir. Það er 23 ára aldursmunur á parinu en ástin spyr víst ekki um aldur!

 

 

SHARE