1 lítri rauðvín
15 cl ákvavíti eða vodki
10 stk kanilstangir
2 tsk kardimomma
5 stk negulnaglar
5 sneiðar engiferrót
225 g sykur

Áfengið er hitað í potti og látið malla, ekki sjóða, við meðalhita í klukkutíma. Sykurinn er síðan leystur upp í víninu, og negulnöglum, kanilstöngum, kardimommum og engiferrót bætt út í. Margir taka hýðið af appelsínuberki og bæta því sömuleiðis út í. Kælið í hálftíma og sigtið svo frá. Nú má bæta við rauðvíni, sykri, áfengi eða kryddi eftir smekk. Mörgum þykir gott að bragðbæta með púrtvíni, koníaki, Armagnac eða Grand Marnier. Hitið aftur og beriið fram með rúsínum og heslihnetum eða piparkökum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here