Justin Bieber gerir lítið úr One Direction

Íslandsvinurinn (af því hann er nýbúinn að heimsækja Ísland) Justin Bieber (21) og strákahljómsveitin One Direction gefa út nýjustu plötur sínar á sama degi, eða 13. nóvember næstkomandi.

 

Justin vildi koma því á hreint að hann hefur engar áhyggjur af samkeppninni og setti inn myndband á Snapchat. Heimildarmaður HollywoodLife segir að Harry Styles og vinir hans í One Direction hafi orðið sármóðgaðir yfir þessu „Snappi“ Justins og fundist það frekar óviðeigandi.

Screen Shot 2015-09-30 at 11.18.07 AM

Opinberlega hefur aldrei verið neinn rígur á milli Justins og 1D en það gæri hugsanlega breyst núna, en það fer kannski eftir því hvernig drengirnir í 1D svara þessu „dissi“ Justins.

 

 

SHARE