Kærastinn hætti með henni vegna þess að hún var ekki nógu feit

Ástin í lífi hennar hætti með henni vegna þess að hún var ekki nógu feit

Hin 22 ára Louise Dickson bætti á sig 20 kílóum bara til að gera kærasta sínum Kasper Lewis til geðs. Hann er svokallaður “feeder” og er með blæti fyrir feitum konum. Þrátt fyrir að borða eins og hún gat allt sambandið sem entist í tvö ár reyndi hún að komast yfir 90 kílóin og á endanum fór kærastinn frá henni fyrir konu sem var nánast tvöfalt feitari en Louise.

Louise segir að kannski hefði hún átt að kveikja á perunni þegar hann fór með hana á þeirra fyrsta deiti á indverskan veitingastað og sagði henni stanslaust hvað hún væri falleg en alltof grönn. Louise segir “Ég var þá í stærð 14. Ég er lágvaxin svo ég var ekki feit en svo sannarlega ekki horuð eða grönn.”

Kasper pantaði stóra máltíð fyrir Louise sem sagði að hún hefði borðað mikið til að veita honum ánægju en hún væri ekki mikið fyrir karrý.

 

Feeder fetish couple

Kærustuparið meðan allt lék í lyndi.

Naut þess að horfa á hana borða. 

Kasper naut þess að horfa á kærustu sína troða í sig mat. Hún segist ekkert hafa kvartað, henni fannst frábært að einhver elskaði línurnar hennar og fannst hann algjör draumaprins.

Þráhyggja Kaspers fór þó versnandi og fljótlega fór hann að panta fyrir hana stóra skammta af skyndibita sem hann lét hana borða. Sjálfur borðaði hann bara eðlilegar skammtastærðir.

Ertu að reyna að fita mig?

Á endanum spurði Louise hvort hann væri að reyna að fita sig. Þá kom allt í ljós. Louise segir “þegar ég spurði hann hversu þung hann vildi að ég væri sagði hann 130 kg.” eftir nokkra mánuði fluttu þau inn saman og Louise var föst í 90 kílóunum. Kærastinn varð pirraður og talaði um lítið annað en mat. Eina helgina keypti hann sex ísdollur og bað hana að borða þær. Hún segist í dag ekki geta borðað ís eftir þetta atvik.

 

Louise Dickson

Þú þarft að þyngjast annars er sambandið búið

Áður en sambandið endaði hafði Kasper sagt henni að hún þyrfti að þyngjast annars væri sambandið á enda. Þau stunduðu ekki kynlíf þar sem honum fannst hún of grönn. Þrátt fyrir að vera 90 kíló. Í nóvembar fann hún hann svo með annarri konu sem hann sagði að væri á leið að flytja inn.

Konan var tvöfalt hennar þyngd og Louise segir að hún hafi verið miður sín. Hún segir að hún sé ekki alveg komin yfir hann vegna þess að hann sé sá fyrsti sem hún hefur í raun elskað.

Kasper sagði í viðtali við The Sun að Louise væri frábær stelpa en væri bara ekki nógu feit fyrir hann. “Ég hef átt í nokkrum ástarsamböndum en því miður vilja flestar konur missa kíló en ekki bæta þeim á sig. ”

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here