Gamanleikarinn Jim Carrey reddaði kærustu sinni, Cathriona White, sterk lyf sem hún síðan notaði til að fyrirfara sér í september í fyrra. Nú hefur fyrrum eiginmaður Cathriona, Mark Burton, farið í mál við Jim vegna þessa.

Sjá einnig: Jim Carrey talar um andlegu hlið sína

Í kærunni stendur meðal annars að Jim hafi „notað peninga sína og frægð til að reddar sér mjög ávanabindandi lyfjum“ og látið skrifa þau út á Arthur King. Einnig segir að Jim hafi látið Cathriona fá lyfin, vitandi það að hún væri þunglynd og hefði áður reynt að svipta sig lífi. „Niðurstaðan var fyrirsjáanleg,“ segir líka í kærunni. Lögmaður Jim segir að þetta vera fjarri lagi. Mark hafi gifst Cathriona til að hún fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum og hafi ekki einu sinni búið í sama fylki og hún.

SHARE