Kaloríubrennsla þegar stundað er kynlíf

Þegar kemur að því að taka á því og svitna duglega er kynlíf sennilega skemmtilegasta leiðin til þess.

Ef þú ert að stunda kynlíf nokkrum sinnum í viku eða enn betra nokkrum sinnum á dag, þá getur þú litið á kynlíf sem líkamsrækt og það, líkamsrækt sem er skemmtileg, veitir unað og þú ert með æfingafélaga!

Vísindamenn hafa verið að rannsaka hversu mörgum kaloríum kynlífsathöfn eyðir, SPENNANDI.

Sjúklega góð leið til að æfa!!

Það hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á kynlífi og kaloríubrennslu.

Ein rannsókn frá háskólanum í Quebec, bar saman kaloríubrennslu annars vegar þegar stunduð var hreyfing og hins vegar þegar kynlíf var stundað. Niðurstöður sýndu að karlmenn brenna meira en 100 kaloríum á mínútu við að stunda kynlíf í 25 mínútur eða 4,2 kaloríum á mínútu. Konur aftur á móti brenna aðeins 69 Kaloríum með 25 mínútna kynlífi eða 3.1 kaloría á mínútu.

Persónulega finnst mér þetta ósanngjarnt….. 

Sami hópur var látin hlaupa létt í 30 mínútur og brenndi fleiri kaloríum. Konur brenndu að meðaltali 213 kaloríum og karlar brenndu að meðaltali 276 kaloríum.

Önnur rannsókn sem gerð var í New England og var birt í  Journal of medicine.

Sýndi fram á að karlmenn brenndu einungis 21 kaloríu við að stunda kynlíf í sex mínútur en jafnframt kom fram að það er sá tími sem er algengastur þegar hjón stunda kynlíf.

Þó kemur fram að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hversu mörgum kaloríum fólk eyðir við að stunda kynlíf þar sem um svo margar breytur sé að ræða eins og þyngd, kyn, stellingar og tímalengd.

Það sé þó auðveldlega hægt að bæta kynlífið og þannig auka brennsluna um leið. Það sama gildi með kynlíf og líkamsþjálfun því meiri hreyfing því betri brennsla.

Þó það sé svekkjandi að kynlíf skuli ekki brenna meiri fitu þá eru það gleðitíðindi að regluleg ástundun kynlífs bætir heilsuna á marga vegu.

Sem dæmi  á líkamin auðveldara með að berjast við ýmsa sjúkdóma þegar stundað er reglulegt kynlíf auk þess  bætir það andlega heilsu, hefur góð áhrif á hjartað og það sem kanski er ekki allra síst er að kynlíf heldur okkur unglegum lengur svo mælt er með því að stunda kynlíf eins oft og þú mögulega getur.

Af þessu má sjá að kynlíf er ekki bara gott og gaman heldur yngjandi og hressandi.

Heimild: www.besthealthmag

 
 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here