Kanínur verða skotnar á færi á Eyrarbakka og Selfossi

Samkvæmt Vísir.is hefur Umhverfisráðuneytið  gefið Sveitarfélaginu Árborg leyfi fyrir að drepa kanínur á Eyrarbakka og á Selfossi. Kanínur verða skotnar á færi.

Málið er umdeilt þar sem kanínurnar fara í taugarnar á mörgum en aðrir vilja alls ekki að þær séu drepnar. Kanínurnar hafa fjölgað sér mikið á Selfossi og Eyrarbakka og eiga það til að valda miklu tjóni í görðum fólks. Nú hefur Sveitarfélagið fengið leyfi til að drepa hluta af kanínunum í sumar.

Nú er því átak í gangi sem snýst um það að kanínurnar verða drepnar að hluta til. Ásta Stefánsdóttir segir í viðtali við Vísi að það verði ráðnir menn sem munu fara um og skjóta kanínurnar. Að sögn Ástu var farið í samskonar herferð í fyrra og þá voru um hundrað dýr drepin, sem að hennar sögn voru heldur fá dýr og sagðist hún vonast til þess að ná betri árangri núna vegna þess að kanínurnar eru farnar að angra fólk verulega.

Fara í garða og skemma gróður ofl.
Aðspurð hvernig kanínurnar angri íbúa á Eyrarbakka og Selfossi segir Ásta á Vísi.is:
„Þær eru að fara í garða og skemma gróður og þess háttar. Það er líka þekkt að kanínur geta valdið spjöllum húsum, þær geta skemmt lagnir og grafið sig undir hús. Það þarf að stemma stigu við þessu.“

Kanínurnar verða skotnar á færi en Ásta segir að sú leið sé áhrifaríkust. Fólk hefur misjafnar skoðanir á þessu máli eins og fyrr var sagt og ekki eru allir sáttir við þessa ákvörðun og sumir leggja til að kanínurnar verði settar í dýragarð.


SHARE