Kanye West er enn ennþá inni á spítala og þjáist þar af miklu ofsóknaræði. Heimildarmaður HollywoodLife segir að Kanye sé sannfærður um að einhver sé á eftir honum og fjölskyldunni hans. Hann segist vilja tryggja öryggi fjölskyldunnar með því að hafa vopnaða verði fyrir utan heimilið öllum stundum.
„Ástandið var slæmt fyrir en eftir ránið í París varð þetta enn verra. Það var eins og það, að Kim væri rænd, væri staðfesting á því sem Kanye hefur óttast allan tímann,“ segir þessi heimildarmaður.
Sjá einnig: Kanye West talinn vera í sjálfsvígshættu
Kanye hefur átt erfitt í gegnum tíðina en eitt áfallið sem á honum dundi, var þegar móðir hans lést árið 2007. Hún hafði farið í lýtaaðgerð en lést vegna hjartabilunar í kjölfar aðgerðarinnar. Heimildarmaðurinn segir að Kanye trúi því heilshugar að móðir hans hafi verið myrt og það var þá sem ofsóknarkenndin byrjaði. Hann hefur aldrei verið eins eftir lát hennar en það var mikið áfall fyrir Kanye.
Læknar hafa ekki enn náð að greina Kanye almennilega en Kim stendur með honum alla leið. Hún hefur samt ekki treyst sér til að leyfa börnunum að hitta ennþá.