Rapparinn Kanye West fór á Twitter á dögunum og deildi óánægju sinni með snjallforrit fyrir börn þar sem hægt er að kaupa í sjálfu forritinu.

Sjá einnig: Nýjasta mynd Kim Kardashian af North West er einstaklega krúttleg

Dóttir Kanye, hin tveggja ára gamla North náði að eyða miklum pening í snjallforriti á Ipad en Kanye var brjálaður yfir því að það væri hægt.

Til fjandans með öll leikjaforrit sem bjóða uppá að hægt sé að versla í barnaleikjum.

Við lánuðum barninu okkar Ipad og á fimm mínútna fresti er hún búin að kaupa eitthvað nýtt!!!

Ef að leikur er búinn til fyrir tveggja ára, leyfið þeim þá bara að skemmta sér og gefið foreldrunum frí í guðanna bænum.

Sjá einnig: Kim Kardashian og North West í stíl á ströndinni

Spurning hvort að Kanye setji lög á snjallforrit fyrir börn ef hann nær að verða forseti.

2D4902A600000578-3267822-image-m-35_1444512002026

0D5AAD9600000514-3267822-image-m-33_1444511163103

SHARE