Kanye West er kvíðinn og mjög dapur

Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja og samkvæmt heimildarmönnum Hollywood Life er Kanye miður sín og finnst erfitt að takast á við þetta allt saman.

„Kanye líður ekki vel,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hann er kvíðinn og mjög dapur. Hann veit að hjónabandinu er lokið og það er ekkert við því að gera. Hann veit að hann er að missa Kim.“

Þó það sé ekki búið að skrifa undir skilnaðarpappíra hafa fjölmargir staðfest að skilnaður sé vissulega í vændum. „Það eru engar líkur á að þau sættist. Það yrði kraftaverk og Kanye trúir á kraftaverk,“ segir heimildarmaðurinn.

Sjá einnig: Paris Hilton er trúlofuð

Kim hefur alltaf sagt að hún muni ekki reyna að halda börnunum þeirra frá Kanye og hann megi tala við börnin hvenær sem er. „Hún gerir bara kröfur um að hann skaði ekki krakkana. Hann getur talað við þau á FaceTime hvenær sem er. Hann er ekki hrifinn af því en allir eru að hvetja hann til að gera það. Kim vill ekki særa hann. Hún veit bara að hún vill ekki vera gift honum lengur. Kanye veit að hún hefur verið góð eiginkona og hann elskar hana mjög mikið, en skilur hennar sjónarmið,“ segir heimildarmaðurinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here