Katherine Heigl á von á barni

Katherine Heigl er ófrísk. Hún og Josh Kelley, eiginmaður hennar til 8 ára eiga von á dreng í janúar og hafa þau staðfest þetta við PEOPLE.

Fyrir eiga hjónin tvær dætur. Þær heita Adelaide Marie Hope, 4 ára og Naleigh Moon, 7 ára.

 

Sjá einnig: 11 hlutir sem ófrískar konur kannast við

Í tilkynningu sem Katherine sendi frá sér segir: „Kelley fjölskyldan er í skýjunum með að tilkynna að þriðja barnið er væntanlegt. Naleigh og Adelaide gætu ekki verið spenntari að fá nýtt systkini og við Josh erum uppfull af gleði og þakklæti. Þetta eru spennandi tímar, fullir af von, óþreyju og hormónaflæði. Ég er samt sé eina sem er full af hormónum en fjölskyldan fær að njóta þeirra.“

Katherine segir að þau hafi verið mjög spennt að geta deilt fréttunum með heiminum og þau muni leyfa fólki að fylgjast með þessu ferðalagi þeirra.

 

SHARE