Keanu Reeves hrósað fyrir hvernig hann tekur myndir með fólki

Leikarinn Keanu Reeves fær mikið lof á samfélagsmiðlum eftir að einn einstaklingur klippti saman myndir af honum sem sínir hvernig hann tekur myndir með aðdáendum. Hann virðist passa sig á því að snerta ekki konur á „óviðeigandi“ hátt.

Og aðdáendur voru fljótir að hrósa leikaranum fyrir yfirvegaða hegðun hans því við skulum vera hreinskilin, ættirðu virkilega einhvern tíma að grípa um mittið á fólki sem þú þekkir ekki? Einn aðdáandi skrifaði: „Keanu er heiðursmaður og nógu klár til að vita að það væri hugsanlega óþægilegt fyrir konu að láta taka utan um mittið á sér af ókunnugum manni.“

Í fyrstu hélt maður að þetta væri bara tilviljun en eftir að hafa farið yfir fleiri myndir er hann augljóslega að passa að hendurnar séu ekki á óviðeigandi stað.

SHARE