Kennarinn James Forrest  sem rétturinn segir barnaníðing snéri sér að fórnarlambi sínu í réttarsal í dag og sagði „Ég elska þig“. Þá var búið að dæma hann fyrir barnsrán. Það tók kviðdóminn ekki langa stund að komast að niðurstöðu um sekt hans en réttarhöldin höfðu staðið síðastliðnar átta vikur.  Kennarinn sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var lesinn upp en stúlkan hágrét og kveinaði: “Fyrirgefðu” þegar farið var með hann aftur í fangaklefann.

Saksóknari sagði að hann hafi komið sér í mjúkinn hjá stúlkunni og hefði hann brugðist því trausti sem til hans var borið. Nafn stúlkunnar hefur ekki verið gefið upp en kynferðislegt samband þeirra byrjaði þegar hún var nýlega orðin 15 ára.

Jeremy Forrest flúði með stúlkuna yfir til Frakklands í september s.l. því að hann var orðinn hræddur um að upp kæmist um samband þeirra. Þau voru í felum og á flótta í viku í Frakklandi.  Franska lögreglan vann mjög vel í málinu og eru foreldrar stúlkunnar mjög þakklátir henni eins og líka öllum öðrum sem hafa stutt þau vegna þessa erfiða máls.

 

“Skólayfirvöld í  Sussex sýslu segjast munu á allan hátt, sem þau  geta styðja við fjölskylduna og aðstoða hana. Þau segjast ætlast til að þeir sem starfa með börnum hagi sér á allan hátt faglega. Á sama hátt búast foreldrarnir við því að fólk sem er til þess ráðið að vinna með börnunum og mennta þau sýni af sér óaðfinnanlega hegðun.  Það er ekki hægt að ítreka nægilega oft og vel hvar mörkin milli nemenda og kennara eiga að vera og það er ólíðandi að þessi mörk séu ekki virt.”

Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna bresku lögregluna og skólayfirvöld fyrir að kennarinn skyldi geta farið úr landi með stúlkuna. Þykja vinnubrögð lögrelgunnar ekki fagmannleg. Fyrir sjö mánuðum var tilkynnt til hennar að sennilega væri eitthvað gruggugt við heðgun þessa kennara en í stað þess að yfirheyra James  strax eða taka hann fastan fundaði lögreglan um málið.

Í febrúar 2012 fór bekkurinn í skólaferðalag til Los Angeles og á leiðinni heim sáu samnemendur stúlkunnar að hún og kennarinn héldust í hendur. Þau létu kennara sína vita. James Forrest fór ekki að ráðum eldri samkennara síns sem sagði honum að snúa af þessari braut og láta nemanda sinn vera og hélt uppteknum hætti.

 

 

SHARE