Deucy er mjög sérstakur kettlingur. Deucy er með fjögur augu, tvö nef og tvo munna, hún hefur tvö andlit!
Það er afar sjaldgæft að kettir fæðist með tvö andlit en það hefur þó gerst áður. Svartur köttur sem skírður var Harvey Dent, fæddist í febrúar árið 2012 en dó tveimur dögum síðar. Í júlí á síðasta ári fæddist annar köttur með tvö andlit sem dó einnig innan tveggja daga frá fæðingu.
Deucy, köttturinn sem hér er fjallað um er hinsvegar talinn muni lifa áfram þar sem öll líffæri hans eru á sínum stað og virka vel. Kötturinn er því í góðu standi þrátt fyrir “fötlun” sína ef fötlun má kalla.
Það er einn annar köttur, sem árið 2011 setti met í Guinnes heimsmetabókinni. Hann varð 12 ára árið 2011 og hefur tvö andlit. Eigendur Deucy eru bjartsýnir á að hann muni lifa löngu lífi.
Hér getur þú séð myndband af Deucy.