Kim Kardashian er heltekin af því að léttast – Er strax byrjuð á sérstöku matarplani

Samkvæmt Thesun er Kim Kardashian staðráðin í því að komast í sitt fyrra form.

Raunveruleikastjarnan, sem hefur aldrei farið leynt með það að hún hugsar mikið um útlit sitt, fæddi dóttur sína fyrir tæpum tveimur vikum. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er hún nú þegar komin á strangt matar og æfingarplan.

Kim hittir víst einkaþjálfara daglega í þeim tilgangi að missa kílóin sem hún bætti á sig á meðgöngunni. Hún þyngdist um 30 kg á meðgöngunni og vill losna við þau áður en hún lætur sjá sig meðal almennings aftur.

Talaði stanslaust um líkama sinn á fæðingardeildinni
Heimilidarmaður blaðsins Thesun sagði: “Kim talaði stanslaust um líkama sinn á fæðingardeildinni og spurði systur sínar hvort hún væri grennri eftir fæðinguna.”

“Kim er heltekin af því að léttast – Og það strax. Hún heldur að hún nái að losna við 15 kg á einum mánuði og vill líta vel út í bikiní í lok sumars”.

Kim æfði alla meðgönguna með einkaþjálfara sínum, Tracy Anderson sem er fræg fyrir það að koma stjörnunum í form. Kim er samt sem áður hrædd við að verða aldrei jafn grönn og hún var áður. Vinir hennar hafa sagt henni að hún eigi ekki að vera að hafa svona miklar áhyggjur af þessu, hún eigi bara að hugsa um það að vera heilbrigð og hugsa um barnið, ekki að missa kílóin á nokkrum vikum.

Kanye þrýstir á kærustuna
Fólk talar um að Kanye sé að þrýsta á kærustu sína og hann vilji að hún komist í sitt fyrra form sem fyrst. Hann var víst ekki ánægður með hvað hún þyngdist mikið á meðgöngunni vegna þess að hann hafði séð fatastíl hennar á meðgöngunni allt öðruvísi fyrir sér. Hann var búinn að kaupa föt í fataskápinn hennar sem pössuðu svo ekki þegar leið á meðgönguna. Hann segir að það sé hluti af hennar starfi að léttast og það strax!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here