Kim og kærasti hennar Kanye West eiga von á barni og eðli málsins samkvæmt er hún orðin meiri um sig en áður. Eins og mjög oft gerist á meðgöngu hefur hún líka fitnað. Gróa á Leiti hefur heldur betur komið af stað sögum um það að Kim sé mjög óhress með viðbótarvigtina og ætli sér að láta laga húðina á kviðnum eftir að barnið er fætt.

Hún var nýlega gestur hjá Jay Leno og sagði þá að hún hefði hreint engar áhyggjur af því þó að hún stækkaði í allar áttir í bili. Það væri bara meira til að elska! Ég hef alla ævina til að ná af mér því sem ég vil og hef engar áhyggjur af holdum mínum! „Ef mig langar í eitthvað fæ ég mér það og finnst að ég eigi með það“, sagði Kim.

 

Hún sagði við þá sem hafa verið að smjatta á sögum um holdarfarið á henni að það jaðraði við einelti að vera að tala um stærðina á óléttri konu. Við hverju býst fólk þegar heilt barn er að vaxa innan í konu? 

SHARE