Kim Kardashian kemur fram í fyrsta skiptið opinberlega eftir fæðingu dóttur sinnar

Kim Kardashian kom fram í fyrsta skiptið opinberlega í gær. Hún birtist í þætti móður sinnar, Kris Jenner. Hún mætti þó ekki á settið heldur var hún mynduð heima hjá sér. Hún óskaði mömmu sinni til hamingju með nýja spjallþáttinn og sagðist njóta þess að vera heima með nýfæddu dóttur sína. Hér er mynd af skáskot af Kim úr þættinum.

Því miður fengu áhorfendur ekki að sjá litlu North West en aðdáendur Kim héldu aldeilis að þeir hefðu dottið í lukkupottinn í gær þegar hún birti mynd af sér ásamt systur sinni Kourtney, með lítið barn í fanginu. Það kom á daginn að barnið sem hún hélt á var ekki North West en Kim virðist ekki ætla að leyfa almenningi að sjá barnið sitt strax.

 

SHARE