Kim Kardashian fékk áfall í vikunni og hélt að hún væri ólétt að þriðja barni sínu. Stjarnan var á ferðalagi og keypti sex óléttupróf á flugvellinum í Los Angeles. Hún tók svo óléttupróf um borð í flugvélinni og greindi fylgjendum sínum á Snapchat frá niðurstöðunni.
„Ekki ólétt,“ sagði hin 35 ára gamla Kim sem að sjálfsögðu tók símann með sér inn á baðherbergi í flugvélinni til að festa þetta augnablik á filmu.
Það verður því einhver bið eftir þriðja barni hennar og eiginmannsins, Kanye West, en þau verða greinilega ekki sökuð um að reyna ekki.