Kim Kardashian hefur byggt feril sinn meira og minna á útliti sínu. Hún hefur alltaf lagt mikið upp úr því að líta sem best út og hún fer svo sannarlega ekki leynt með útlitsdýrkun sína. Það vita allir sem horfa á The Kardashians.
Það síðasta sem fólk bjóst líklega við að sjá var Kim Kardashian í stórum Spanx aðhaldsnærbuxum. Í nýjasta þætti af Keeping up with the Kardashians sjáum við aðrar hliðar á Kim en við erum vön.
Kim gerði áhorfendum það ljóst að hún átti erfitt með að sætta sig við líkamlegar breytingar á meðgöngunni. Hún klæddi sig í aðhaldsnærföt í þeim tilgangi að líta betur út í þröngu fötunum sem hún klæðist.
Þegar kærasti systur hennar, Scott Disick sagði henni að hún gæti grennst aftur eftir fæðingu sagði Kim: “Ég held ekki.”