Kim Kardashian lét sjá sig opinberlega í annað skiptið síðan frumburður hennar fæddist. Þann 17.ágúst síðastliðinn mætti Kim ásamt dóttur sinni, North West og kærasta Kanye West, í útför Portwood L. Williams, sem var afi Kanye West.

Kim hefur ekki mikið verið í sviðsljósinu síðan dóttir hennar fæddist. Við birtum myndir af henni nýlega þar sem hún sást fara með dóttur sína til læknis. Hún var klædd gallaskyrtu og leggings. Í útförinni klæddist hún fallegum svörtum kjól og háum hælum. Kim hélt á dóttur sinni sem var umvafin teppi.

Kim lítur ótrúlega vel út og það er augljóst að hún nýtur þess að vera mamma.

SHARE