Kim Kardashian fylgir venjulega ströngu mataræði og aðhyllist ákaflega heilbrigðan lífstíl, sem felur meðal annars í sér að sniðganga áfengi. Raunveruleikastjarnan hefur oft talað um það að hún drekki afskaplega sjaldan og þá aldrei meira en fáeina sopa. Kim sleppti hins vegar aðeins fram af sér beislinu í fjölskyldufríi á Kúbu á dögunum. Þar gerði Kim vel við sig og drakk romm og reykti fína kúbverska vindla ásamt eiginmanni sínum og systrum.
Stundum þarf kona auðvitað aðeins að leyfa sér.
Að sjálfsögðu tóku frægustu systur heims eina sjálfu