Æðislegir kjúklingaleggir frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt. 
2013-02-11 10.34.51

Olía, sítróna, sítrónusafi,rósmarín og hvítlaukur
2013-02-11 10.40.40

Litríkt og fallegt!
2013-02-11 11.28.55

Girnó og gott!

 

Kjúklingaleggi með sítrónu og rósmarín
1 pakki kjúklingaleggir
1 sítróna, börkur og safi
3-4 msk ólífuolía
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar

Aðferð

  1. Rífið með fínu rifjárni hýðið af sítrónunni. Látið í skál ásamt ólífuolíunni, söxuðu rósmarín, safa úr sítrónunni og pressuðu hvítlauksrifi. Blandið saman og saltið og piprið.
  2. Látið kjúklingaleggina í skál eða poka og hellið blöndunni saman við. Nuddið kryddinu vel í kjúklinginn.
  3. Látið í ofnfast mót og eldið við 200°c hita í um 25-30 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir.
SHARE