Þetta pasta er ekkert smá girnilegt frá Gulur,rauður,grænn og salt.


Cajun kjúklingapasta fyrir 4
4 kjúklingabringur, skornar í strimla
3  tsk cajun krydd
220 gr. tagliatelle, soðið “al dente”
4 matskeiðar smjör
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 pakki sveppir
1 zucchini
4 msk sólþurrkaðir tómatar, niðurskornir
2-3 bollar matreiðslurjómi (bolli um 235 ml)
1/2-1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 búnt basil, söxuð
1/2 búnt steinselja söxuð
Parmesanostur

Aðferð

  1. Blandið saman kjúklingi og cajun kryddi í poka/skál og nuddið kryddinu vel í bringurnar.
  2. Steikið grænmeti upp úr 1 msk. smjöri og rétt mýkið það, takið það svo til hliðar.
  3. Steikið kjúklinginn upp úr afganginum af smjörinu á pönnu við meðalhita í um 5-7 mín.
  4. Bætið útí öllu hráefninu sem eftir er (fyrir utan steinseljunni og parmesan) á pönnuna og hitið.
  5. Hellið öllu yfir pastað og blandið saman.
  6. Stráið steinselju og parmesan yfir. Saltið og piprið eftir smekk.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á því að nálgast cajunkrydd. Hér er ein einföld uppskrift.

CAJUNKRYDD
2 tsk salt
2 tsk hvítlaukssalt
2 1/2 tsk paprika
1 tsk svartur pipar
1 tsk laukkrydd (eða bara 1/2 tsk í viðbót af hvítlaukssalti)
1 tsk cayenne
1 1/4 tsk oregano
1 1/4 timian
Öllu blandað saman og geymt í lokuðu íláti.

SHARE