Hver elskar ekki pasta sem er vel löðrandi í ljúffengri ostasósu? Þessi réttur vekur lukku hjá öllum við matarborðið – sama á hvaða aldri þeir eru. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Rjómalagað kjúklinga- og pestópasta

img_11331

Kjúklingapasta í ostasósu

  • 1 heilsteiktur tilbúinn kjúklingur
  • smjör til steikingar
  • 100 gr rjómaostur
  • 1 piparostur
  • 2 dl rifinn ostur
  • 3 dl matreiðslurjómi
  • 1-2 dl mjólk
  • 1 tsk kjúklingakraftur
  • salt og pipar
  • 500 gr pasta

Pasta soðið eftir leiðbeiningum. Kjötið hreinsað af kjúklingnum og það skorið í litla bita. Því næst er smjörið og kjúklingurinn sett á pönnu, kjúklingurinn saltaður og pipraður og hann síðan steiktur í örskamma stund. Þá er matreiðslurjóma og mjólk hellt út á, piparostur skorinn í litla bita og honum bætt út í ásamt rjómaosti og rifnum osti. Þá er kjúklingakrafti bætt út í. Látið malla á vægum hita og hrært í sósunni öðru hvoru þar til osturinn er bráðnaður. Þá er sósan smökkuð til með kryddi og henni svo blandað saman við pastað. Borið fram með hvítlauksbrauði.

SHARE