Mér hefur alltaf fundist Satay sósa svo æðislega góð. Eldhúsperlur.com eru hér með eina góða kjúkling-satay uppskrift.

img_0951

Kjúklingur í satay sósu (fyrir 3-4):

  • 3 kjúklingabringur, hver bringa skorin í þrennt eftir endilöngu
  • 1 msk sojasósa
  • 1 krukka satay sósa (ég notaði Blue Dragon)
  • 1 ferna kókosmjólk (eða 1/2 dós)
  • 1 dl vatn
  • 1 msk rifið eða smátt saxað engifer
  • 3 vorlaukar smátt saxaðir
  • 1 límóna
  • Smátt saxaður chilli pipar (má sleppa)

img_0937

Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar niður og veltið upp úr sojasósunni. Steikið kjúklingastrimlana á pönnu á báðum hliðum og takið svo af pönnunni. Hellið satay sósunni, kókosmjólkinni, vatninu og engifer á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með sojasósu, nýmöluðum pipar og safa úr 1/2 límónu. Setjið kjúklingastrimlana út í og látið malla þar til kjötið er eldað í gegn.

img_0952

Berið fram með límónubátum, söxuðum vorlauk og chillipipar og basmati hrísgrjónum.

SHARE