Þessi kjúklingur mun slá í gegn! Uppskriftin er frá Eldhúsperlum.

Kjúklingur með mozarella og tómötum:

  • 4 kjúklingabringur eða 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5 vorlaukar
  • 2 kúlur ferskur mozarella ostur
  • 1 krukka svartar ólífur
  • 1 dl balsamikedik
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • Ólífuolía

Aðferð: Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt ef þið notið þær. Kryddið kjúklinginn vel með salti og pipar og steikið þar til vel brúnaður og nánast eldaður í gegn. Færið kjúklinginn í eldfast mót og leggið sneið af mozarella osti ofan á hvern. Hitið grillið í ofninum. Skerið kirsuberjatómatana í tvennt og saxið vorlaukinn smátt. Setjið tómatana, hvíta hlutann af vorlauknum og ólífurnar á pönnuna og steikið í stutta stund við háan hita. Hellið balsamikedikinu út á pönnuna og leyfið að sjóða aðeins niður í 1-2 mínútur. Hellið yfir kjúklinginn og mozarellaostinn. Setjið undir grillið í u.þ.b 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.

min_IMG_4749

Stráið restinni af vorlauknum yfir og berið fram t.d með hrísgrjónum eða brauði.

min_IMG_4767

SHARE