Vandræðaleg ferð á klósettið í Kringlunni í hádeginu, móment þar sem mann langar til að láta sig hverfa.
Var með vind og magaverki í hádeginu og þurfti að hendast á klósettið í Kringlunni. Skemmst frá því að segja að ég hentist í hraðheitum á klósettið og í þann mund þar sem ég er að setjast með tiheyrandi látum heyri í gaurnum við hliðina á mér segja, eins og einhver furðufugl, er ekki allt í góðu félagi. Ég varð hálf skrítinn í framan og vildi ekki vera með dónaskap og svaraði honum því , „jújú allt í besta“ .
Það kom ekkert svar við þessu fyrr en eftir ca 5 sek þegar hann segir , „ en hvað ertu að bralla annars“ . Var farinn að halda að þetta væri einn verulega lasinn, og hélt því bara áfram að spjall og svara honum „ bara að taka tvistinn í Kringlunni“
Næsta sem ég heyri er að hann segir“ Heyrðu ég hringi í þig á eftir, gaurinn við hliðina á mér heldur að ég sé að tala við sig og svavar öllu sem ég spyr þig að“ ..
Við tók vandræðalegt langt móment.