Árið 2009 lá Colleen S. Burns, 39 ára, á skurðborðinu á spítala í New York. Hún hafði verið úrskurðuð látin og læknar voru á leið að fjarlægja líffæri hennar, þegar hún vaknaði.
Samkvæmt skýrslu sem nýlega var gefin út um málið kemur fram að læknar gerðu ítrekað mistök þegar kom að ummönnun konunnar. Þegar hún kom á spítalann var mælt með því að hún fengi lyf sem hjálpaði líkamanum að losa sig við of stóran skammt af lyfjum, það var hinsvegar aldrei gert og eftir viku á spítalanum grunaði
heilbrigðisstarfsfólk að Colleen, sem hafði tekið of stóran skammt af Xanax, Benadryl og vöðvaslakandi lyfi, væri heiladauð. Heiladauði á sér stað þegar súrefni frá blóðinu kemst ekki lengur til heilans, sem veldur því að það slökknar á allri heilastarfsemi. Það furðulega er þó að þegar konan var send í heilaskanna eftir að hún byrjaði að þjást af krampaköstum, kom í ljós að heili hennar starfaði ennþá eðlilega.
Læknar spítalans sögðu þrátt fyrir allt að hún væri með mikinn heilaskaða sem hún næði sér aldrei af, þrátt fyrir að hún hafi sýnt merki um að vera lifandi á prófum sem gerð voru á henni og læknar tóku athugasemdir hjúkrunarfræðinga um að Colleen væri ekki látin og að henni væri að batna ekki til greina. Fjölskylda hennar samþykkti að láta taka öndunarvélar úr sambandi eftir að læknar útskýrðu fyrir þeim að hún gæti ekki lifað án stuðnings og hjartað væri nú þegar “dáið”. Rétt áður en að farið var með Colleen inn á skurðstofu hreyfðist tunga hennar og munnur og það sást að konan andaði, hún fékk svæfingarlyf fyrir aðgerðina og nú átti að byrja að fjarlægja líffæri hennar svo aðrir gætu fengið þau. Það fór þó ekki svo þar sem konan vaknaði.
Eftir að Colleen vaknaði greindu talsmenn spítalans frá því opinberlega að of stór skammtur lyfja sem stúlkan tók hafi valdið þessu ástandi sem læknar töldu vera óafturkræft. Collen var útskrifuð tveimur vikum síðar og spítalinn var sektaður fyrir þessi mistök.
Mistök sem þessi eru ekki algeng og læknar þar í landi þurfa að gera um 25 próf til að fullvissa sig um að sjúklingur nái sér ekki samkvæmt lækni sem ræddi við ABC fréttastofu um málið.
Colleen tók sitt eigið líf einu ári síðar og skilur eftir sig þrjú börn. Fjölskylda hennar kærði spítalann aldrei og segir að konan hafi verið svo þunglynd að hún hafi aldrei orðið reið yfir meðferðinni á sér.