Konan sem skar typpið af manninum sínum – Hvar eru þau stödd í dag?

Lorena Bobbitt skar typpið af bónda sínum fyrir 20 árum.

Læknum tókst að sameina þá félagana,  John og typpi hans aftur og hann hóf klámmyndaferil og lék aðalhlutverk í myndaseríunni „John í heilu lagi“. Lorena fann sér það hlutverk að starfa fyrir konur sem búa við ofbeldi. 

 

Myndin fyrir ofan er af Lorena Bobbitt þar sem hún gengur til réttarhaldanna 1994. Hún skar typpið af manni sínum eftir að hann hafði nauðgað henni, að hennar sögn.

Fregnin flaug um allan heim.

Þessi tvítuga kona sem bjó með manni sínum í Virginu tók eldhúshníf sunnudagsmorgun einn og skar typpið af bónda sínum sem lá drukkinn uppi í rúmi. Þegar fréttin barst út hvað hafði hent John W. Bobbitt varð nafn hans á svipstundu samheiti fyrir þá aðgerð að skera typpi af bónda sínum. Talað var um að „bobbitta“ menn!

Meðan Bobbitt lá í bæli sínu og fossblæddi úr honum tók Lorena „félagann“ og henti honum eins langt og hún gat svo að hræfuglarnir gætu gætt sér á honum.

Hér hefði mátt setja punktinn á eftir þesari frásögn ef Lorena hefði ekki séð að sér og hringt í neyðarlínuna.

En hún hringdi. Nú hófst mikil leit að liminum, hann fannst og vinirnir voru sameinaðir aftur, limurinn saumaður þar á sem hann átti heima.

Hann beið aldrei eftir að ég fengi fullnægingu

Lorena Bobbitt sem var 22 ára þegar þetta gerðist var tekin föst og gaf skýringu -að hluta- á verknaðinum.

“Hann alltaf hafa fullnæging og ekki bíða að ég hef líka fullnæging“ sagði Lorena, sem fæddist í Ekvador, á frekar lélegri ensku.“Hann elska sig sjálfan“.

Auðvitað sagði þetta ekki alla söguna. Almenningur fylgdist grannt með öllum fréttum af málinu sem var ákaflega óvenjulegt og hrottalegt.

Hér hefur John Wayne Bobbitt verið sýknaður af ákæru um kynferðislegt ofbeldi  og fer brosandi úr réttarsal 1993.

Lorena var sýknuð af ákæru um glæpsamlegt athæfi – Hún sagði hann meðal annars hafa neytt sig í fóstureyðingu

Margir gerðu grín að John vegna þess sem henti hann og kona hans lýsti því með ófögrum orðum hvílíkur hrotti og hórkarl hann væri. Hann hefði líka þvingað hana í fóstueyðingu.

Verjendur hans fengu fjölda fólks til að vitna að hann væri óttalegur auli og alveg ómögulegur elskhugi. Það var hugsað sem vörn fyrir hann.  En Lorena varð tákn kvenna um allan heim sem eru beittar ofbeldi og fóru ýmsir að huga að nauðgunum innan veggja heimilisins.

John neitað öllum ásökunum konu sinnar. En kviðdómur trúði henni en ekki honum og sýknaði Lorenu af ákæru um glæpsamlegt athæfi.

Varð klámmyndaleikari

Flestir menn hefðu nú látið lítið fara fyrir sér. En John  Wayne Bobbitt var ekki eins og flestir menn.

Tíu mánuðum eftir réttarhöldin var ásaumað  typpið aðalleikarinn í klámmyndinni “John Wayne Bobbitt í heilu lagi” og vitnar hún um algert dómgreindarleysi hans og færni skurðlæknanna sem saumuðu liminn á hann. Hann sagðist ætla að sýna öllum heiminum að hann væri alheill og til í hvað sem væri. Hann væri nú þegar frægur í læknasögu heimsins.

Hér er John Bobbitt með nokkrum klámstjörnum úr myndinni “John Wayne Bobbitt í heilu lagi“ 1994.

John og Lorena skildu og hann hélt áfram að leika í klámmyndum. Svo stofnaði hann hljómsveit sem var kölluð „Afskornir limir“.   Þeir fengu fáa til að hlusta á sig og hann fór til Las Vegas og reyndi fyrir sér þar við hitt og þetta, vann sem pizzasendill, ók vörubíl o.fl. Um tíma var hann prestur í sértrúarsöfnuði, enda hafi hann fengið gott og kristilegt uppeldi- að eigin sögn.

Var síðar dæmdur fyrir að misþyrma seinni kærustum sínum
En hann var enn sami John og áður og 1994 sat hann tvær vikur í fangelsi fyrir að misþyrma þáverandi kærustu sinni. Tíu árum seinna var hann enn dæmdur fyrir að misþyrma konu sem hafði verið nógu dómgreindarlaus til að giftast honum. Hann fékk áfram dóma fyrir röð af glæpum, árásum á fólk og rán.

Lorena lét hins vegar eins lítið fyrir sér fara og hún framast gat.

Hnífurinn sem Lorena Bobbitt notaði til að skera typpið af manni sínum. 

Lorena heldur úti vefsíðu til að hjálpa konum sem lifa við ofbeldi.  Hún eignaðist kærasta og dóttur. Oprah Winfrey talaði við hana og þá sagðist hún iðrast þess að hafa gifst John Bobbitt.

Skömmu síðar var þeim boðið saman í viðtalsþátt í sjónvarpinu. Þar bað John Lorenu afsökunar á því hvernig hann hefði hagað sér þegar þau bjuggu saman. „ En ég skil ekki hvað þú ert viðkvæm, þú tekur öllu svo alvarlega“, bætti hann við.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here