Köttur bjargaði lífi kornabarns

Kötturinn Masha er sannkallaður verndarengill. Angarsmár drengur var skilinn eftir í kassa á götu í Rússlandi og talið er að kötturinn hafi bjargað lífi barnsins. Masha skreið upp í kassann og hélt hita á barninu þar til kona að nafni Irina Lavrova fann hann en hún hafði hugað að kettinum um nokkurt skeið.

Sjá einnig: Ungbarnið grætur og kötturinn huggar og svæfir það – Myndband

Kötturinn vildi alls ekki yfirgefa barnið og sat sem fastast þar til sjúkraliðar komu og sóttu barnið og reyndi Masha að komast inn í sjúkrabílinn. Þar sem mikill kuldi er á þessum slóðum í Rússlandi á nóttunni, er ekki talið að barnið hefði lifað nóttina af án kattarins.

0a5fbc9e-2c2e-48ca-a003-6e9de24f4766

Masha: Kötturinn Masha bjargaði lífi ungs drengs, sem fannst í kassa á götu í Rússlandi.

Sjá einnig: Köttur huggar barn – Myndband

3d96ea7e-8a9f-4ee6-9362-d97b3999b0b5

Irina hefur hugað að kettinum Masha og fann hún barnið í kassanum.

24e6580c-2a9b-41fd-996a-c76c0ae154bd

33da8200-e63b-4e4f-a04f-6c9555fb67ab

530bb31b-589f-4b8f-9572-d1dacaba1521

 

622ac0a3-0a4f-4479-9d47-c867b9124b37

 

8149388a-a19d-4749-9d78-9464cfdd6238

 

31566071-d311-49d5-91bc-0c8792a71d56

 

aa573c4d-4601-493a-bb25-19fdc4422592

 

ffdf3ce5-4768-45b8-aab0-adaec3c56a3b

SHARE