Kötturinn Masha er sannkallaður verndarengill. Angarsmár drengur var skilinn eftir í kassa á götu í Rússlandi og talið er að kötturinn hafi bjargað lífi barnsins. Masha skreið upp í kassann og hélt hita á barninu þar til kona að nafni Irina Lavrova fann hann en hún hafði hugað að kettinum um nokkurt skeið.
Sjá einnig: Ungbarnið grætur og kötturinn huggar og svæfir það – Myndband
Kötturinn vildi alls ekki yfirgefa barnið og sat sem fastast þar til sjúkraliðar komu og sóttu barnið og reyndi Masha að komast inn í sjúkrabílinn. Þar sem mikill kuldi er á þessum slóðum í Rússlandi á nóttunni, er ekki talið að barnið hefði lifað nóttina af án kattarins.
Masha: Kötturinn Masha bjargaði lífi ungs drengs, sem fannst í kassa á götu í Rússlandi.
Sjá einnig: Köttur huggar barn – Myndband
Irina hefur hugað að kettinum Masha og fann hún barnið í kassanum.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.