Kourtney Kardashian í gulum sundbol í sólbaði með dóttur sinni – Myndir

Kourtney Kardashian er í fríi á Miami þessa dagana. Hún birti myndir á Instagram síðu sinni af sér og vinum við sundlaugarbakkann og óhætt er að segja að hún líti glæsilega út. Kourtney er tveggja barna móðir og fæddi hún dóttur sína, Penelope fyrir ári síðan. Penelope er enn á brjósti og gaf litlu stúlkunni brjóst í sólinni.

Kourtney sagði: “Það var erfiðara að komast aftur í fyrra form með annað barn, ég þyngdist um rúm 20 kg.” Hún sagði þó á sínum tíma að það væri ekki í forgang að grennast, hún vildi einbeita sér að því fyrst og fremst að hugsa um börnin sín og forgangsraða. Hún vildi ekki gera sömu mistök og með son sinn en hún fór illa með líkama sinn, hún fór of hratt af stað, hreyfði sig of mikið og borðaði of lítið.

Kourtney lítur í það minnsta mjög vel út, en það gerði hún líka þegar hún var ófrísk!

SHARE