Krumpaðar kartöflur eru ljómandi góð tilbreyting frá soðnum kartöflum og góðar með bæði kjöti og fiski. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Af hverju áttu að borða sætar kartöflur?

img_3531

Krumpaðar kartöflur

  • 60 gr. smjör
  • 1 kg kartöflur
  • maldon salt
  • nýmalaður svartur pipar.
Þvoið kartöflurnar vel með hýðinu á. Hitið smjörið í potti. Látið kartöflurnar út í og steikið í nokkrar mínútur, gætið þess að hafa hitann ekki of háan. Kryddið með salti og pipar. Lækkið hitann og látið steikjast áfram í uþb. 40 mín undir loki (fer eftir stærð og fjölda), hristið pottinn öðru hverju. Mjög einföld matreiðsla en kartöflurnar verða afar gómsætar þegar þær eru matreiddar á þennan hátt.
SHARE