Þessi er sko girnileg frá Eldhússögur.com

Uppskrift

  • 4 epli
  • 1/2 dl sykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 1/2 tsk múskat

Deig:

  • 150 gr kalt smjör
  • 1 dl heslihnetur, grófsaxaðar
  • 3 dl hveiti
  • 1/2 dl sykur
  • Þeyttur rjómi eða ís

Aðferð:

Ofninn stilltur á 225 gráður. Smjörið skorið niður í litla bita og blandað við hveiti, sykur og heslihnetur. Best að nota hendurnar til að mylja þetta saman, þannig úr verður eins konar mulningur. Epli afhýdd og rifinn gróft. Sykri og kryddum blandað við rifnu eplin. Eplablandan sett í eldfast smurt mót (ég notaði bökuform sem er ca. 23 cm) og deiginu dreift yfir. Bakað við 225 gráður í ca. 20 mínútur. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða ís.

SHARE