Geggjuð uppskrift frá Eldhúsperlur.com

img_19701

Kúrbíts canelloni (fyrir 3):

 • 2 stórir kúrbítar
 • ca. 4 dl Ricotta ostur
 • 1 lúka spínat, smátt saxað
 • 4 vorlaukaukar, smátt saxaðir
 • 3 döðlur, smátt skornar
 • 1 tsk chillikrydd, t.d Chilli explosion eða annað sterkt krydd með chilli (má líka nota ferskan chilli, smátt skorinn)
 • Rifinn börkur og safinn úr 1/2 sítrónu
 • 1 hvítlauksrif, rifið eða saxað smátt
 • Ferskt eða þurrkað basil eftir smekk
 • Salt og pipar

Sósan:

 • 1 krukka tómata passata (ég nota lífrænt í glerkrukku frá Sollu)
 • 2 msk gott tómatpaste
 • 1/2 grænmetisteningur
 • 1 tsk þurrkað timian
 • Ferskt eða þurrkað basil eftir smekk
 • Salt og pipar og  smá ólífulolía

Aðferð: Innihaldið í sósuna er allt sett í pott og hitað þar til suðan kemur upp. Leyft að malla í 10 mínútur. Þá er sósunni hellt í botninn á eldföstu móti.

img_1966Kúrbítur er skorinn í ca. 1/2 cm sneiðar eftir endilöngu, kryddaður með salt  og pipar og grillaður á olíuborinni grillpönnu þar til hann mýkist og grillrendur hafa myndast.

img_1963Ekki elda hann of lengi. Þetta mætti líka gera á útigrilli eða á venjulegri pönnu. Tekinn af pönnunni og lagður á eldhúspappír.

img_19671

Þá er ricottaostinum hrært saman og út í hann sett spínat, vorlaukur, döðlur, chillikrydd, sítrónusafi og börkur, hvítlaukur, krydd, salt og pipar.

img_1959

Þessu er hrært vel saman og smakkað til.

img_1960Setjið ca 1 msk af ostablöndunni á endann á hverri kúrbítslengju.

img_19731Rúllið þeim svo upp og leggið í sósuna í eldfasta mótinu.img_1975Bakið við 200 gráður í 15 mínútur og berið fram með rifnum parmesan osti.

img_8015

img_1975 img_2000

SHARE