Kynlífið: Hvað er „pegging“?

Við erum uppi á tímum þar sem allt er frjálst og fólk er með mjög opinn huga gagnvart allskonar hlutum sem áður hefðu þótt algjör hneisa. 

Eitt af því sem hefur þótt mjög mikið „taboo“ í kynlífinu er eitthvað sem kallað er „pegging“. Þú hefur kannski heyrt um það, kannski prófað það, eða jafnvel aldrei heyrt neitt um þetta. „Pegging“ hefur samt sem áður orðið vinsælla á seinustu árum og fleiri og fleiri pör hafa prófað þetta en nokkru sinni. 

Sjá einnig: 6 merki um að þú sért haldin kynlífsskömm

Hvað er „pegging“ nákvæmlega? Í stuttu máli er það þegar kona tekur mann sinn með „strap-on“ gervilim. Jahá! Þar hafið þið það! 

Síðan fræðslumyndin Bend Over Boyfriend kom út árið 1998, hefur umræða um örvun á blöðruhálskirtli karla tekið þónokkuð flug. Það var svo árið 2001 að nafnið á þessa athöfn, „pegging“ var valið. Við Íslendingar höfum ekki fundið upp á neinu góðu og gildu íslensku orði fyrir þetta svo við notum bara „pegging“.

Sjá einnig: 12 „sexy„ tónlistarmyndbönd áður en þú fróar þér

Eftir að komið var orð fyrir þessa kynferðislegu athöfn, sem á sér stað milli tveggja gagnkynhneigðra einstaklinga, fóru menn að vera opnari fyrir því að prófa þetta og fá örvun á blöðruhálskirtlinum. Kynlífstækjaframleiðandinn Xandria hefur gefið það út að sala á „strap-on“, til notkunar fyrir gagnkynhneigð pör, hafi rokið upp um 300% á seinasta áratug. 

Fyrir þau pör sem eru til í að prófa eitthvað alveg nýtt eins og „pegging“, eru hér nokkur ráð sem vert er að hafa í huga: 

1.Finnið réttu græjurnar.

Passið að böndin sem halda gervilimnum passi rétt og haldist á réttum stað. Fyrir þá sem eru að byrja á þessu er best að gervilimurinn sé ekki og stór og hann beygist í átt að blöðruhálskirtlinum. 

2. Sleipiefni er lykilatriði

Notið nóg af sleipi efni og bætið í það ef þörf krefur. Farið hægt og tjáið ykkur. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og þið eigið að hafa gaman að þessu. 

3. Slakið á og njótið

Margir menn sem hafa prófað „pegging“ segja að þeir hafi fengið bestu fullnæginu lífs síns í svona kynlífi. Pör hafa sagt að hluti af fjörinu séu hlutverkaskiptin sem eiga sér stað. 

Heimildir: Yourtango.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here