Það eru ýmis ráð sem fólki eru gefin þegar það er að reyna að búa til barn. Það eru engar 100% leiðir en hér eru nokkrar kynlífsstellingar sem sumt fólk telur að gæti aukið líkurnar á að verða ófrísk að stelpu. Hvort þessar aðferðir virki eða ekki látum við liggja milli hluta.

Konan ofan á.

Þó að engin sérstök stelling geti tryggt kynið 100% segir Dr.Ava Cadell, sem er talsmaður fyrir sjónvarpstöðina Experience channel og er kynlífsþerapisti að til að eignast stelpu sé gott að konan sé ofan á svo að hún geti stjórnað dýpt samfaranna. Í staðinn fyrir að fara of djúpt, ætti karlmaðurinn að hafa sáðlát eins nálægt opi píkunnar og hann getur. Þetta gerir það að verkum að það verður erfiðara fyrir karlkyns sæðið að ná til eggs konunnar, þar sem karlkynssæði endast í styttri tíma en sæði með kvenkyns litningum gera.

“Sæði með kvenkyns litningum lifa allt að 72 tímum lengur en sæði með karlkyns litningum.

Gerið það í trúboðastellingunni.

Það kemur á daginn að gamli góði trúboðinn getur verið leiðin að því að verða ófrísk af stúlkubarni. Sæði með X litningnum (kvenkyns) ferðast hægar og geta enst í allt að fimm daga. Af því að limurinn fer oftast ekki jafn djúpt inn í konuna þegar maðurinn fær fullnægingu í þessari stellingu, er lengra fyrir sæðið að fara, sem gefur X sæðunum (kvenkyns) meira forskot þar sem þær endast lengur.

Prófaðu skeiðina eða „spooning“

Önnur algeng stelling sem talin er hjálpa til við að geta stelpu er kúrstellingin eða skeiðin. Hver elskar ekki að kúra? þessi stelling, eins og hinar fyrir ofan gefur bara kost á minni dýpt í samförunum þannig að kvenkyns sæðið hefur forskot og gefur kvenkynsæðinu meiri líkur á að vinna og ná að egginu fyrst.

Ekki fá fullnægingu.

Þetta ráð hljómar ekki vel. En ef þig langar að eignast stelpu er þetta ráð sem gæti virkað. Eftir að þú færð fullnægingy framleiðir líkaminn efni sem gerir það að verkum að píkan verður basískari en venjulega. Það vill svo til að karlkyns sæðisfrumur elska basíska umhverfið meðan kvenkyns sæðunum gengur betur í súrara umhverfinu sem er til staðar fyrir fullnægingu konunnar.

Passaðu mataræðið

Rannsókn sem gerð var í Exeter háskólanum í Englandi, sem spurði 740 nýbakaðar mæður sýndi fram á að ákveðið mataræði eykur líkurnar á að verða ófrísk af stúlkubarni. Konur ættu að borða mat sem er ríkur af kalki og magnesíum svo sem, jógúrt, tofu, mjólk, hafrar, möndlur, spínat, brokkólí, baunir, hnetur og appelsínur. Þær ættu svo að forðast mat eins og kartöflur, beikon, brauð, rækjur, og reyktan lax. Af hverju? ástæðan er í stuttu máli sú að þetta mataræði er sagt auka sýrustig kvenlíkamans, og þar á meðal umhverfi legsins, sem gerir kvenkynssæði auðveldara fyrir að lifa af og komast að egginu.

SHARE