Lamaður maður dreginn úr bíl af lögreglu

Lögreglan í Ohio tók lamaðan mann með valdi úr bíl sínum og kastaði honum á jörðina, þrátt fyrir að maðurinn hafi sagt þeim margoft að hann væri lamaður. Myndbandið sem hér fer á eftir er úr myndavél sem einn lögreglumannanna bar á sér.

Maðurinn, Clifford Ownesby, sést sitja í bílnum sínum og lögreglan skipar honum sífellt að koma sér út. Hann segir þeim margoft að hann geti það ekki vegna lömunar.

Lögreglan vill komast í bílinn hjá Clifford til að leita að fíkniefnum en sem fyrr segir, var það alveg ómögulegt fyrir hann vegna lömunar.

Lögreglan í Ohio hefur sagt að þeir séu að rannsaka atvikið gaumgæfilega.

SHARE