Margrét Lilja Arnbergsdóttir gerði það sem fjölmargir einstaklingar gera um hverja helgi og fór út á lífið með vinum sínum í miðbæ Reykjavíkur. Í hennar tilviki var kvöldinu ekki varið í gleði með vinunum, heldur varð hún fyrir óskemmtilegu reynslu að vera lamin á skemmtistað af ókunnugri konu án nokkurs tilefnis. Margrét lýsti atvikinu á facebook síðu sinni, en það lýsir hún því yfir að hún finni meira til með gerandanum, en fyrir áverkunum sem hún hlaut sjálf:

“Í gær nótt varð ég fyrir afar áhugaverðu atviki á ónefndum skemmtistað niðri í bæ. Ég rakst á mjög ölvaða konu þegar ég var á leið minni á dansgólfið. Þessi kona, sem að ég hef aldrei á ævi minni séð áður, ákvað að ég væri fullkomið fórnarlamb til þess að gera sitt ömurlega og tilgangslausa líf örlítið áhugaverðara. Þessi fullorðni einstaklingur ákvað að á þessum stað og á þessari stundu væri gullið tækifæri til þess að grýta mér í jörðina og kýla mig í andlitið. 

Í fyrstu var ég reið og mér leið afskaplega illa, enda var þetta mjög sársaukafullt en þegar ég hafði róað mig niður og var farin að hugsa skýrt, þá sá ég þig aftur. Þú stóðst við hliðina á mér en vegna ölvunnar tókst þú ekki eftir mér. Þú sagðir sigri hrósandi við vini þína að þú hefðir lamið ,,einhverja gellu“ sem að hafði verið fyrir þér. 
Vegna ölvunnar tókst þú heldur ekki eftir því að vinir þínir horfðu hneikslandi á þig og greinilega skömmuðust sín mikið eftir að þú varst búinn að deila þessum fréttum. Því næst kom ein af vinkonum þínum kom upp að mér og bað mig persónulega afsökunar á þinni framkomu.
Það var á þeirri stundu sem að ég áttaði mig á því hversu óskaplega bágt þú átt. Nú veit ég ekki hvað er í gangi í þínu lífi mín kæra en mér finnst ég knúin til þess að sýna þér alla mína samúð og finnst mér, þó svo að ég þekki þig ekki vitund, afar leiðinlegt að líf þitt sé það ómerkilegt að þú þurfir að beita mig líkamlegu ofbeldi til þess að gera það áhugaverðara. Ég finn óskaplega til með þér og finnst algjörlega ömurlegt og þér líði svona illa. Ég vona svo innilega að þú munir finna frið og jafnvægi í lífinu.
Þrátt fyrir það að ég sé marin á nánast öllum líkama mínum og geti hvorki tuggið né kyngt, þá ert þú manneskjan sem að ég mun biðja fyrir í kvöld.”

1545009_10201431703379305_681662952_n

SHARE