Við sögðum ykkur frá því á dögunum að Olivia Newton-John er að berjast fyrir lífi sínu á hverjum einasta degi. Hún vill fá að upplifa þegar dóttir hennar gengur í hjónaband en það á að gerast á næstu mánuðum.

En Olivia er með aðra ósk. Hún vill hitta fyrrum elskhuga sinn, Patrick McDermott, en hann hvarf í júní 2005. Olivia og Patrick voru nýhætt saman og Patrick fór í veiðiferð til Mexíkó. Einkaspæjari komst hinsvegar að því að mjög líklegt væri að Patrick hafi látið sig hverfa til að forðast fjárhagsleg vandræði sín.

Sjá einnig: Fólk er orðlaust yfir uppátæki Kim Kardashian

„Auðvitað er Olivia hamingjusamlega gift John Easterling núna, en þetta með Patrick hefur nagað hana árum saman,“ segir heimildarmaður RadarOnline. „Henni er sama hvað Patrick gerði og hvers vegna. Hún vill bara vita að það sé allt í lagi með hann.“

 

SHARE