Gwen Stefani (47) er móðir þriggja drengja en hana langar í fleiri börn. Eftir að hún sá hversu nánir drengirnir hennar hafa orðið kærasta hennar, Blake Shelton (40), vill hún ættleiða litla stúlku til að fullkomna fjölskylduna.

Samkvæmt heimildum InTouch Weekly er Gwen alveg búin að ákveða hvernig hún vill hafa þetta: „Gwen er ekki bara að hugsa um að ættleiða ungbarn, heldur barn undir 5 ára aldri. Hún vill ættleiða litla stúlku fyrir jól. Hún hefur sagt vinum sínum að hún vilji halda þessu fyrir sig og reyna að missa sig ekki úr spenningi. Hún er samt farin að velta fyrir sér nafni fyrir stúlkuna. Hún vill fá heilbrigða, fallega, litla stúlku sem hún getur klætt í falleg föt, farið í dúkkó með og allt sem hún hefur ekki getað gert með sonum sínum,“ segir heimildarmaður InTouch Weekly.

Sjá einnig: Gwen Stefani með sogblett

Gwen á fyrir synina Kingston (10), Zuma (8) og Apollo (3).

SHARE