Ef þú horfir til baka á það ferðalag sem líf þitt hefur verið, munt þú taka eftir því að það var mikilvægt fyrir þig að fylgja flæðinu og þú leyfðir lífi að leiða þig áfram. Þú gengur í gegnum tímabil þar sem þú lærir, upplifir og þroskast og ert orðin/n meistari í því sem þú hefur gengið í gegnum og stundum verður það bara þægilegur staður til að vera á. Þú hefur náð vissum toppi og finnst það kannski áhugavert að geta verið þar og dáðst að þeim stað sem þú ert á, án þess að vita það jafnvel. Þú áttar þig ekki á því að þú ert hætt/ur að halda áfram, eða ert ekki lengur að halda áfram með líf þitt, eins og þú gerðir eitt sinn. Það vex þér kannski í augum að halda áftam og þú finnur til hræðslu og þorir ekki að skoða hvað leynist handan við hornið, í ótta við að veröldin þín eins og hún er núna breytist. Stundum verðum við föst í okkar veröld og við komumst hvorki aftur á bak né áfram.
Sjá einnig: „Hannaðu líf þitt eins og þú vilt að það sé“
Þín innri manneskja og sál er gerð til þess að upplifa nýja hluti og vera einlæg/ur gagnvart sjálfum þér. Vera skapandi, vera stanslaust að breytast og þroskast sem einstaklingur. Aftur á móti er það innprentað í okkur sem einstaklinga að þurfa að finna til öryggis og að rækta þína eigin innri manneskju passar ekki alltaf við okkar andlegu og tilfinningalegu langanir og þarfir.
Þegar þú ert á þeim stað þar sem þú heldur að takmarki þínu sé náð, ertu í raun komin/n á þann stað þar sem þú setur líf þitt á pásu, án þess að vita það.
Það gæti verið að þú sért komin/n í stöðnun og það heldur þér á vissum stað í lífi þínu. Þín innri manneskja kemst ekkert áfram, þó að ytra líf þitt gangi sinn gang. Vandamálið gæti jafnvel verið að við hugsum of mikið um að falla inn í viss mót sem er sköpuð til þess að fólk hafi einhver viðmið um það hvernig “gott líf” á að vera, án þess að hlusta á sjálfan þig á einstakan hátt. Hver segir að þú þurfir að vera eins og allir aðrir, ef það er það sem heldur þér aftur og vekur þessar tilfinningar og flækjur innra með þér? Innstimpluð samfélagssköpuð viðmið af því hvernig við eigum að vera, valda oft á tíðum mikilli vanlíðan hjá fólki, þunglyndi, kvíða, reiði, sorg, örvæntingu og skaddaðri sjálfsmynd og eru oft fylgikvillar misræmis á milli sálar og ytra lífs eða forminu sem okkur er sett af öðrum.
Er það val okkar að halda okkur sjálfum í fangelsi vegna ótta við að halda áfram og byrja upp á nýtt þar sem við erum VIÐ SJÁLF og höldum áfram að þroskast?
Ef þú ert komin/n á þann stað er eina lausnin í lífi þínu að taka þig saman í andlitinu og átta þig á þeim vanda sem þú ert búin/n að koma þér í, horfðu aðeins inn á við og kannaðu hvort það sé eitthvað þarna inni í sálinni þinni sem er að segja þér eitthvað og að reyna að leiðbeina þér aftur af stað.
Þú hefur kannski áttað þig á því að þörfin fyrir að komast á öruggan stað í lífinu, þar sem ekkert agalegt gæti komið fyrir og hent þér af þessum þægilega stað, er í raun staðurinn sem þú getur leyft þér að staðna. Heyrir þú eitthvað þarna inni sem er að reyna að segja þér að þú þurfir að gera eitthvað meira eða finnur þú eitthvað fyrir áttavitanum inni í þér?
Því meira sem þú þekkir sjálfa/n þig, því meira sem þú getur treyst þér, því meira veist þú hver þú ert og hver þú ert ekki. Í framhaldi af þessu munt þú læra að virða þá manneskju sem þú ert, svo þú getir verið samkvæm/ur þér og orðið þér úti um líf sem er í samræmi við þig og þá fyrst geturðu haldið áfram með samræmi á milli líkama og sálar.
Er kominn tími fyrir þig að halda af stað aftur og reyna að búa þér til líf sem lætur þig ganga í brott af þessum krossgötum sem þú ert búin/n að vera á í einhvern tíma?
1. Segðu við sjálfa/n þig að þú hafir allt það hugrekki sem þarf til og öll þau gögn og upplýsingar innra með þér, til þess að hrinda þessum breytingum í gang.
2. Gefðu þér tíma til þess að skilgreina það sem veldur því að þú sért fastur eða föst. Finndu þessar ómeðvituðu hugmyndir, trúna þína og ótta sem hafa leitt þig á þennan stað sem þú ert núna.
3. Treystu þér til þess að reyna róttækar aðferðir til að gera hlutina. Þetta er besta leiðin til þess að hreinsa til hjá sér.
4. Gefðu þér leyfi til þess að leita að félagsskap og stuðningi frá fólki sem er á svipaðri braut. Það er mun auðveldara að vaxa og að læra um sálina, umkringd/ur fólki sem er á svipaðri leið. Það getur reynst erfiðara og þyngra þegar þú ert að gera það upp á eigin spýtur, þó að það sé gerlegt. Það getur opnað augu þín enn meira að vera í slíkum félagsskap.
5. Sestu niður og skrifaðu niður markmið þín, sem ná jafnvel lengra en þægindarammi þinn. Skrifaðu það niður á blað og gerðu það að forgangsatriði að tækla þetta verkefni. Það sem veitir þér hamingju, gerir þig frjálsari og hjálpar þér að færast í áttina að því að dýpka getu þína til að hanna og standa við plan þitt um að halda áfram.
Sjá einnig:Orkustöðvar: Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar?
Fyri þau sem hafa virkilega áhuga á því að finna sjálfan sig og þekkja hver þau í raun og veru eru, er mikilvægt að horfa inn á við. Læra að skilgreina persónu sína, viðurkenna galla og gefa sér leyfi til þess að byrja upp á nýtt. Tilfinningin sem fylgir því að vera í tengslum við sína innri manneskju gefur þér meira frelsi en þú hefur nokkurn tíma getað ímyndað þér. Þú færð á tilfinninguna að þú getir ALLTAF gert betur og meira og það er ekkert veraldlegt sem getur komið í veg fyrir að þú verðir að þínum eigin óskum.
Finndu bara hverjar óskir þínar og langanir virkilega eru, settu þig í samband við sjálfa/n þig með því að æfa hugleiðslu. Hugleiðsla er iðulega ekki auðveld í fyrstu, en hún gefur þér svo sannarlega lítið kraftaverk í hvert skipti og hugur þinn fer á endanum á sjá skýrar. Fyrirgefðu sjálfum þér þínar fyrri syndir og sannaðu fyrir þér hvað í þér býr.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.