Kimberlie Gustwiller játaði fyrir dómi í maí að hafa logið til um að hún hefði krabbamein og að hafa svikið út peninga, með lygum um að hún þyrfti að borga reikninga vegna meðferðar við krabbameininu.

Konan setti upp styrktarsíðu undir nafninu “Styðjum Kimmie” Þar sem einstæða móðirin sagðist hafa krabbamein. Hún óskaði eftir peningum frá fólki og safnaði um 9,000 dollurum frá fólki sem gaf af góðum hug. Konan hafði áður verið handtekin fyrir þjófnað, þá stal hún frá eldri, fatlaðri konu.

Kimberlie hefur verið dæmd í 9 mánaða fangelsi og hún þarf að borga rúma hálfa milljón í íslenskum krónum í sekt. Konan sagði fyrir rétti að hún hefði barist við fíkn og að hún hefði verið hætt að ráða við lygarnar. Dómarinn sagði að lygar hennar væru ekkert nema móðgun við þá sem hefðu raunverulega barist við krabbamein og að hann óskaði þess að hann gæti gefið henni þyngri refsingu.

 

SHARE